https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/27717/95bq95/eid-al-fitr-fagnad-a-islandi
Svo virðist sem að Stofnun múslima á Íslandi hafi óaðvitandi sett merki Íslensku þjóðfylkingarinnar á bænaturn sinn í Skógarhlíð. Eitt af helstu baráttumálum Íslensku þjóðfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum árið 2018 var að afturkalla leyfi stofnunarinnar fyrir „kallturni“ í Hlíðunum. Bænaturninn eða öllu heldur mínarettan er táknrænt merki fyrir moskur rétt eins…
Karim Askari, stjórnarformaður Stofnunar múslíma á Íslandi, segir að bænaturninn sem nú sé verið að reisa við mosku félagsins í Hlíðunum í Reykjavík sé sá fyrsti á Íslandi. Hann segir turninn merki til heimsbyggðarinnar um umburðarlyndi landsins. „Hann er enn í vinnslu en við búumst við því að hann verði…
„Þetta var mjög góður fundur. Og mjög gott fyrir okkur muslima á Íslandi að hitta biskupinn. Okkur var heiður sýndur með heimsókn hennar. Var mjög fallegt af henni,“ segir Karim Askari framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi í samtali við Vísi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi fór til fundar við…
https://www.visir.is/k/c106b88f-a645-4b87-9a55-39e7d5ce6e43-1574881855572?jwsource=cl Við vitum hvar Stórmoskan á Íslandi er, við vitum hvernig húsið lítur út en vitum við hvaða starf fer þar fram? Vitum við hverjir koma þangað og til hvers. Í þætti kvöldsins kynnum við okkur starfið, hittum fólkið, krakkana, kynnum okkur námið sem þarna fer fram, kynnumst matarmenningunni, félagsskapnum,…
Múslimar á Íslandi og Krabbameinsfélag Íslands undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um heilsueflingu í tengslum við Ramadan, sem nú stendur yfir. Stofnun múslima á Íslandi skuldbindur sig í samkomulaginu til að stuðla að vitundarvakningu til félagsmanna sinna um að hætta að reykja og Krabbameinsfélagið býður upp á ráðgjöf og stuðning til þeirra…
Í nýju fréttabréfi Þjóðskrár Íslands kemur fram að 74% landsmanna voru þann 1. maí skráðir í kristna söfnuði. Utan trúfélaga voru 26.525 og 53.973 voru með ótilgreinda skráningu. Alls eru það 22% landsmanna sem falla undir ofangreindar tvær skráningar. Þjóðkirkjan er langfjölmennust með 230.741 manns innan sinna raða. Kaþólska kirkjan…
Alls voru 230.626 einstaklingar, eða 62,9% landsmanna, skráðir í þjóðkirkjuna 1. júlí síðastliðinn samkvæmt samantekt Þjóðskrár Íslands. Næst kemur Kaþólska kirkjan með 14.675 meðlimi og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.016 meðlimi. Hlutfallsleg fjölgun á sjö mánaða tímabili var mest í stofnun Múslima á Íslandi, þar sem fjölgaði um 90 félaga,…
Félagsmönnum í Stofnun múslima hefur fjölgað um 36% á árinu, sem er tölfræðilega mesta aukning allra trúfélaga á Íslandi. Vitund er minnsta trúfélag landsins með tvo félagsmenn, en einn skráði sig úr félaginu í ár. Af öllum skráðum trúfélögum á Íslandi bætir Stofnun múslima á Íslandi tölfræðilega við sig flestum…