Ka­rim Askari, stjórnar­for­maður Stofnunar múslíma á Ís­landi, segir að bæna­turninn sem nú sé verið að reisa við mosku fé­lagsins í Hlíðunum í Reykja­vík sé sá fyrsti á Ís­landi. Hann segir turninn merki til heims­byggðarinnar um um­burðar­lyndi landsins.

„Hann er enn í vinnslu en við búumst við því að hann verði til­búinn í lok mánaðarins,“ segir Ka­rim í sam­tali við Frétta­blaðið. „Það verða fal­leg ljós á honum og svo klukka auk hita­mælis.“ Ekki verði búið þannig um hnútana að bæna­köll muni berast frá turninum.

„Það munu engin hljóð né raddir heyrast frá þessum turni heldur verða bara á honum fal­leg ljós sem eiga að lýsa upp skamm­degið,“ segir Ka­rim léttur í bragði. „Þetta verður fyrsta mínarettan í sögu Ís­lands og er virðingar­vottur við ís­lenskt sam­fé­lag, ís­lensk yfir­völd og það um­burðar­lyndi sem er hér og trú­frelsið.“

„Þetta eru skila­boð til heimsins um að hér geta allir lifað í sátt og sam­lyndi óháð trú þeirra eða upp­runa og þessi mínaretta á að vera til vitnis um það. Þetta er ekki einungis fyrir múslíma, heldur til alls heimsins um þessa fal­legu eyju.“