Stórmoskan á íslands
Íslandsstofnun vill móta og þróa starfsemi sem er í samræmi við norræn viðmið.
Stofnunin sérhæfir sig í menntun, menningu og samskiptum. Henni var komið á fót árið 2010 og höfuðstöðvar hennar eru í Reykjavík.
Framtíðarsýn okkar
Við viljum vera sýnileg stofnun á Íslandi sem getur boðið upp á almenna menntun, tekið þátt í íslensku samfélagi með þvi að kynna arabíska og íslamska menningu með samskiptum milli þessara menningarheima.
Markmið okkar
Að móta skýrt líkan fyrir ólíkar stofnanir og setur múslíma á Íslandi.
Að koma á fót fyrirmyndar menntastofnunum á ýmsum skólastigum.
Að efla hlutverk múslímskra minnihlutahópa á Íslandi.
Að gera okkar til að sjá til þess að íslenskt samfélag. menntastofnanir og ólikir menningarheimar séu meðvitaðir hver um annan. Þvi viljum við ná fram með gagnkvæmum samskiptum með hjálp nútíma samskiptamiðla.
Boðskapur okkar
Við stefnum að því að búa til samkeppnishæfa menntastofnun, sem sker sig úr og höfðar til múslímsku minnihlutahópanna á Íslandi. Með því að byggja brýr milli menningarheima og með nútíma aðferðum viljum við efla menningarleg samskipti í íslensku samfélagi milli múslíma, araba og þorra almennings.
Gildi okkar
Samræður, umburðarlyndi, sambúð menningarheima, heiðarleiki, einlægni, gegnsæi og að vera góður og gildur samfélagsþegn.